Fréttir

Við höfum opnað í Reykjavík!

Kæru vinir!
Undanfarna mánuði hafa orðið stökkbreytingar hjá Balú – Wraps & Sweets en nú hefur starfsemin færst úr krúttlega matarvagninum í Mývatnssveit yfir í öðruvísi krúttlegan matsölustað í Reykjavík. 

Starfsemi Balú hófst aftur í byrjun nóvember og eru allar

vefjurnar frá því í sumar enn á matseðli hjá okkur ásamt vöfflunum góðu, gulrótarköku, glúteinlausri brownie og sjónvarpsköku (allar með rjóma). Hjá okkur fæst einnig alls kyns gæða kaffi frá Lavazza ásamt kakó og te.

Slagorðið okkar er: „Við setjum hollustuna í forgang en leyfum okkur líka smá sætt“.

Verið velkomin til okkar á Laugaveg 164 milli kl 11:00 og 20:00 alla daga vikunnar.

 #balúwraps

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.